Vivalavida er heildverslun með hluti til heimilisins þar sem áhersla er lögð á fallega hönnun og notagildi. Til að byrja með kynnum við servíettur með málverkum Péturs Gauts. Hann er landsþekktur enda prýða verk hans ótal heimili og stofnanir. Við sem stöndum á bakvið Vivalavida erum Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Pétur Gautur Svavarsson myndlistarmaður, Rósa Karen Borgþórsdóttir safnvörður og Dagur Hilmarsson grafískur hönnuður. Hafðu samband við Berglindi berglind@vivalavida.is eða Dag dagur@vivalavida.is ef þú vilt selja servíetturnar í þinni verslun eða kaupa beint.